Um Planka

Planki er sérverslun með viðargólf sem selur hágæða viðarparket frá hollandi sem standast íslenskar kröfur. Parketið er í öllum þykktum, lengdum og stærðum.

Mikið úrval af plönkum, Herringbone og Chevron
Okkar sérsvið er að bjóða hágæða viðarparket ásamt parketlögn hvort sem það er niðurlímt eða fljótandi.
Planki starfar með verktökum í hæsta gæðaflokki sem sérhæfa sig einungis í parketlögn. Samstarfið gerir okkur kleift að geta boðið alla þjónustu á einum stað hvort sem það er parketlögn eða meðhöndlun á viðargólfum. Þekking þeirra í litun á ómeðhöndluðu viðarparketi og aðstoðar þig við að hanna þitt viðargólf í hvaða lit sem er. Við bjóðum aðeins hágæða olíur og lökk á okkar gólf.

Planki Logo
Planki Logo
Planki Logo

Hagnýtar upplýsingar

Fljótandi viðarparket er auðvelt og fljótlegt að leggja.

Efnið er límt beint á annað hvort steinplötu eða hljóðdúk sem gefur 24db hljóðvist, en 24db hljóðvist er krafa í byggingarreglugerð í fjölbýlishúsum.

Veitir betri hljóðgæði, gólfið verður þéttara, hægt að sleppa listum og þrösskuldum. Betri leiðni fyrir gólfhita og auðveldara að koma þyngri húsgögnum fyrir.

Lakkað parket er ekki hægt að laga smáskemmdir með góðu móti nema lakka allt gólfið aftur. Lakkað gólf rispast auðveldara þar sem er mikill umgangur t.d. á gangi , eldhúsi og forstofu. Kostirnir við lakkað gólf er að það lítið viðhald á því fyrstu árin.

Það þarf að meðhöndla olíuborin viðargólf með olíu og sápu sem ætluð er fyrir olíuborin gólf. Einfalt er að laga og viðhalda olíubornum gólfum ef koma litlar skemmdir

Við getum haldið gólfinu þínu við þegar þér hentar, við komum og gerum það sem þarf hverju sinni. Gott er að viðhalda gólfinu strax frá upphafi planki selur öll efni sem þar til að viðhalda gólfinu þínu ,einnig sápur sem henta þínu gólfi fyrir almenn þrif.

Planki veitir 10 ára ábyrð á efni

Það fer eftir breidd plankana. Ekki er ráðlegt að líma Niður breiðari planka á gólfhita en 26cm. Eik er ein besta viðartegundin sem er hægt að fá til að setja á gólfhita

Til að halda viðargólfi sem best við er gott að skúra það á 2 vikna fresti með réttu sápunni. Hægt að skoða undir fylgiefni fyrir viðargólf hvað hentar þínu gólfi.

Já, en alltaf er öruggara að grunna steinplötu gegn raka, sérstaklega í nýbyggingum.

Já það er vel hægt en verður að gæta vel að viðhaldi og nota réttu viðhalddefnin til að ná blettum upp, sjá undir fylgiefni fyrir viðargólf.

Það velkomið að bóka fund svo sé hægt að skoða allt okkar efni í rólegu og góðu umhverfi.

Parketlögn

Við hjá Planka getum séð um allt ferlið frá því að við pöntum fyrir þig efnið hvort sem það er tilbúið efni eða ólitað og þú getur valið lit sem þér hentar á gólfið.

Þegar valið á efni er komið mætum við á staðinn og mælum upp rýmið ásamt því meta alla undirbúningsvinnu fyrir parketlögn og gerum tilboð í allt ferlið, efni og vinnu. við berum bæði ábyrð á efni og vinnu og störfum aðeins með verktökum sem sérhæfa sig í viðargólfum og hafa áratuga reynslu. viðargólf á að geta enst í 60 ár ef vandað er til verka.

Gólflögn Image